Fara í efni

Tónlistarskóli Borgarfjarðar

Tónlistarskólanum er ætlað að stuðla að öflugu tónlistarlífi jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Tónlistarskólinn tekur mið af margvíslegum áhugasviðum nemenda, getu þeirra og þroska. Kennsluaðferðir og viðfangsefni Tónlistarskólans eru fjölbreytt og sveigjanleg og hentar börnum, ungmennum og fullorðnum. 

Innritun í Tónlistarskóla Borgarfjarðar fer alla jafna fram að vori, en hægt er að sækja um um skólavist hvenær ársins sem er. Skólaárið skiptist í tvær annir, haust‑ og vorönn. 

Nemendur greiða skólagjöld í samræmi við námshlutfall. Veittur er 25% afsláttur hjá öðru barni og  50% afsláttur hjá þriðja barni í fjölskyldu.

Hægt er að nýta frístundastyrk í frístundanám og lengri námskeið.

Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 433-7190 eða á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is.