Fara í efni

Tónlistarskóli Borgarfjarðar

Tónlistarskóli Borgarfjarðar

Tónlistarskóli Borgarfjarðar tók til starfa haustið 1967. Borgarbyggð stendur að rekstri skólans sem gegnir fjölbreyttu hlutverki í menningarlífi Borgarbyggðar. Auk hefðbundinna tónleika og tónfunda skólans koma nemendur fram við ýmis tækifæri, heimsækja aðra skóla og héruð og taka einnig á móti gestum.
Tónlistarskólinn er í virku sambandi við skóla og stofnanir í Borgarbyggð.

Tónlistarskólanum er ætlað að stuðla að öflugu tónlistarlífi jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Tónlistarskólinn tekur mið af margvíslegum áhugasviðum nemenda, getu þeirra og þroska. Kennsluaðferðir og viðfangsefni Tónlistarskólans eru fjölbreytt og sveigjanleg og hentar börnum, ungmennum og fullorðnum. Tónlistarskólinn tilgreinir í skólanámskrá hvernig staðið er að tónlistarnámi á hin ýmsu hljóðfæri. Einnig hvernig komið er til móts við margvísleg áhugasvið nemenda og hvaða kennsluaðferðir eru notaðar. Tilgreint er hvaða tónlistarnám stendur börnum, ungmennum og fullorðnum til boða.

Innritun í Tónlistarskóla Borgarfjarðar fer alla jafna fram að vori, en hægt er að sækja um um skólavist hvenær ársins sem er. Skólaárið skiptist í tvær annir, haust‑ og vorönn. Nemendur greiða skólagjöld í samræmi við námshlutfall. Veittur er 25% afsláttur hjá öðru barni og  50% afsláttur hjá þriðja barni í fjölskyldu.

Allar frekari upplýsingar veitir skólastjór í síma 433-7190 eða á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is

Sækja um skólavist