Fara í efni

Aðrar gerðir skipulagsáætlana

Landsskipulagsstefna

Landsskipulagsstefna til tólf ára er lögð fram á Alþingi af ráðherra innan tveggja ára frá aþingiskosningum. Í stefnunni koma fram samþættar áætlanir opinberra aðila um málaflokka eins og samgöngur, byggðamál, náttúruvernd og annað er varðar landnotkun, nýtingu og vernd auðlinda. Er stefnan útfærð með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Sveitarfélög skulu taka mið af landsskipulagsstefnunni í gerð skipulagsáætlana.

Svæðisskipulag

Svæðisskipulag er skipulagsáætlun tveggja eða fleiri sveitarfélaga. Þar er sett fram sameiginleg stefna um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar þar sem sveitarfélögin eiga sameiginlega hagsmuni að gæta.

Í Borgarbyggð er ekki svæðisskipulag í gildi.

Rammaskipulag

Rammahluti aðalskipulags er sá hluti aðalskipulags sem er útfærð eru ákveðin afmörkuð svæði innan sveitarfélagsins með það að markmiði að ákvarða nánar landnotkun svæðisins. Þetta geta verið meginþættir þjonustukerfa, afmarkanir byggingarsvæða eða áfanga deiliskipulagsáætlana.

Eitt rammaskipulag er í Borgarbyggð, rammaskipulag fyrir Brákarey. Skipulagið var kynnt á 5. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem haldinn var 1. nóvember 2019 og kynnt á íbúafundi 28. mars 2019.

Rammaskipulag er aðeins grunnur að framtíðarsýn og uppbyggingu og tók skipulags- og byggingarnefndin vel í heildarhugmyndirnar og ákvarðanir fyrir svæðið í heild sinni. Bent skal á að rammaskipulag er ekki bindandi skipulagsgagn.

Nýtt rammaskipulag fyrir Brákarey - sjá skjalið hér í pdf.

Hverfisskipulag

Hverfisskipulag er þegar unnið er deiliskipulag í þegar byggðu hverfi og er frekar lögð áhersla á almennar reglur um yfirbragð byggðarinnar auk almennra rammaskilmála en þær kröfur um framsetningu sem gerðar eru til deiliskipulags í nýrri byggð. Reglur um málsmeðferð deiliskipulags gilda eftir sem áður um hverfisskipulag.

Í Borgarbyggð er ekki hverfisskipulag í gildi.