Breytingin tekur til greinargerðar deiliskipulagsins þar sem heimildum er breytt. Breytingin er gerð á hámarksstærð frístundahúsa, leyfilegri vegghæð, heimilum byggingarefnum og þakhalla. Engin breyting er gerð á uppdrætti deiliskipulagsins.
Tillagan verður aðgengileg í þjónustuveri Borgarbyggðar að Bjarnarbraut 8 Borgarnesi og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 24. nóvember til og með 6. janúar 2022.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við breytingartillöguna. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is .
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna og nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum sem birtar eru á heimasíðu Borgarbyggðar.
Borgarbyggð, 24. nóvember 2021
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar