Athafnarsvæðið Vallarás
Byggðaráð Borgarbyggðar, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar, samþykkti þann 30. júní 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem ber heitið Athafnarsvæðið Vallarás. Breyting er gerð á deiliskipulagi fyrir athafnarsvæði undir hreinlegan iðnað norðan Sólbakka frá 2006 og á deiliskipulagi Vallarás 5-18, að lóð 6 undanskilinni frá 2005. Breytingartillagan, Athafnarsvæðið Vallarás, gerir ráð fyrir að deiliskipulagið Vallarás 5-18 verði fellt niður og skilmálar deiliskipulags norðan Sólbakka verði felldir úr gildi.
Deiliskipulagsbreytingin tekur til 25,02ha athafnasvæðis með 42 lóðum og nýtingarhlutfalli 0,5. Aðkoma er frá Flugvallarvegi og Vindási. Tillagan samræmist aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Ofangreind skipulagsáætlun er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 15. september til og með 28. október 2022. Ef óskað er nánari kynningu á áætluninni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta áætlun og er frestur til að skila inn athugasemdum til 28. október 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Borgarbyggð, 15. september 2022
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar