Fara í efni
1. mar 2021
Auglýsingar í febrúar
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Deiliskipulag Munaðarnes – Engjaás.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 4. apríl 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í Engjaási, Munaðarnesi í Borgarbyggð.
Deiliskipulagið er í landi Munaðarness og tekur til 1,8 ha svæðis. Innan þess eru skilgreindar tvær frístundalóðir. Aðkoma að lóðum verður um Kýrholtsás sem tengist heimreið að Munaðarnesi (5294). Ætlunin er að skapa ramma um heildstæða og vistvæna frístundabyggð tveggja lóða og að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er.

Deiliskipulag íbúðarhúsa og frístundahúsa úr landi Mels í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. september 2020 auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðar- og frístundahús í landi Mels í Borgarbyggð.
Deiliskipulagið er í landi Mels og tekur til íbúðarsvæðis Í5 og frístundabyggðar F131 auk opins svæðis. Innan íbúðarsvæðis eru skilgreindar þrjár lóðir, þegar byggðar, hver lóð yfir 2,5 ha að flatarmáli og sex frístundalóðir rúmlega 1,3 ha að flatarmáli, hver lóð.

Nes í Reykholtsdal.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. september 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Ness.
Deiliskipulagið tekur til fjögurra lóða fyrir smábýli úr landi Ness og heita lóðirnar Hringanes 1-4. Allar lóðirnar eru yfir 1 ha að stærð og eru ætlaðar börnum ábúandans.

Deiliskipulag golfvallar, íbúðarhúsalóða og frístundalóða Nesi, Reykholtsdal.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. september 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Ness.
Deiliskipulagið tekur til 20 ha svæðis og gerir grein fyrir 6 frístundahúsum (F109) og 9 holu golfvelli (O29). Gert er ráð fyrir 2 íbúðarhúsalóðum og 2 lóðum fyrir frístundahús.

Deiliskipulag útleiguhúsa í landi Steðja í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. október 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Steðja.
Deiliskipulagið er í landi Steðja og tekur til nýrrar lóðar þar sem skilgreindir eru fjórir byggingarreitir.  Heildarstærð nýrrar lóðar verður 3.970 m2. Heimilt verður að byggja útleiguhús til ferðaþjónustu í tengslum við núverandi starfsemi á jörðinni. Aðkoma að húsunum verður um veginn Steðja (5160) sem tengist Borgarfjarðarbraut (50).

Ofangreindar deiliskipulagstillögur eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 27. febrúar 2021 til og með 10. apríl 2021. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindum tillögum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa. 

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. apríl 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is .

Borgarbyggð, 27. febrúar 2021.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.