Fara í efni
18. mar 2020
Bjargsland II í Borgarnesi og Eskiholt 2
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 195. fundi sínum þann 12.03. 2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010:

Bjargsland II í Borgarnesi - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Markmið tillögu snýr að breytingu á tveimur fjölbýlishúsalóðum þar sem er gert ráð fyrir 28 íbúðum í eina sameiginlega lóð fyrir sex tveggja hæða fjölbýlishús. Stærð sameiginlegrar lóðar breytist ekki. Málsmeðferð er skv. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Neðangreind breytingartillaga hefur verið uppfærð skv. athugasemd og umsögnum, tekið er fram að auglýst er uppfærð tillaga.

Eskiholt 2 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Stækka á frístundabyggðarinnar til norðurs um 28 lóðir, stækkun tveggja lóða og sameining þriggja lóða, er innan núverandi deiliskipulagsmarka. Aðkoma að svæðinu er eftir núverandi vegi fyrir neðan Þverbrekku, hann greinist í fjóra botnlanga. Málsmeðferð verður samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

Skriflegum ábendingum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en fimmtudaginn 30. apríl 2020. Tillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 19. mars til 30. apríl 2020 og á www.borgarbyggd.is.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Bjargsland II - Deiliskipulagsbreyting

Eskiholt - Deiliskipulagsbreyting