Borgarvogur og Dílatangi í Borgarnesi – lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Breyta þarf aðalskipulagi vegna tillagna að deiliskipulagi fyrir Dílatanga og Borgarvog. Á skipulagsreit fyrir Dílatanga eru hluti íbúðasvæðis Í4, íbúðasvæðin Í5 og Í6, hluti miðbæjarsvæðis M, svæði fyrir þjónustustofnanir Þ1 og opið svæði til sérstakra nota O9. Á skipulagsreit fyrir Borgarvog eru hlutar íbúðasvæða Í1 og Í4, opin svæði til sérstakra nota O1 (íþróttasvæði), O2, O3, O6, O7 og skólasvæði Þ3.
Skriflegum ábendingum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en föstudaginn 14. febrúar 2020.
Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 16. janúar til 14. febrúar 2020 og á www.borgarbyggd.is.