Fara í efni
20. maí 2020
Borgarvogur og Dílatangi í Borgarnesi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 197. fundi sínum þann 08.04.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 31 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Borgarvogur og Dílatangi í Borgarnesi - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

Mörk skipulagsreita breytast í Í5, sem minnkar vestan kirkjugarðs og breytist í opið svæði. Reitir Í4 og Þ1 stækka. Reitur M1 minnkar sem nemur lóð Borgarbrautar 63. Reitur O1 stækkar, sem nemur viðbót við landfyllingu.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 198. fundi sínum þann 14.05.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Borgarvogur í Borgarnesi - Tillaga að deiliskipulagi

Svæðið er í raun nær fullbyggt, gert er ráð fyrir viðbyggingu við íþróttahúsið og nýjum stígum í tengslum við núverandi stígakerfi. Hlutar þeirra verða á fyllingum norðvestan við íþróttahús. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit austan við íþróttahús og við íþróttavöll.

Dílatangi í Borgarnesi - Tillaga að deiliskipulagi

Svæðið er að mestu leyti byggt (1963-1982). Að auki er lóð fyrir hjúkrunarheimili, heilsugæslu og kirkjugarður Borgarness. Í gildi er deiliskipulag frá 2006 fyrir lóðirnar Borgarbraut 65 og 65A og deiliskipulag frá árinu 2007 fyrir fjölbýlishús að Kveldúlfsgötu 29. Meginmarkmið skipulagsins eru að staðfesta lóðamörk, afmarka byggingarreiti og setja skilmála um mannvirki á lóðum og hugsanlega enduruppbyggingu.

Skriflegum athugasemdum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 6. júlí n.k. Tillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 22. maí til 6. júlí 2020 og á vef Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar getur kynnt tillögur þeim sem þess óska sérstaklega. Hægt er að senda tölvupóst á skipulag@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433 7100.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi 

Tillaga að deiliskipulagi - Borgarvogur uppdráttur

Tillaga að deiliskipulagi - Borgarvogur skilmálar

Tillaga að deiliskipulagi - Dílatangi uppdráttur

Tillaga að deiliskipulagi - Dílatangi skilmálar

Tillaga að deiliskipulagi - Díltagangi skýring/uppdráttur