Fara í efni
17. ágú 2022
Breiðabólsstaður II - Vinnslutillaga
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. ágúst 2022 vinnslutillögu fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Breiðabólsstað II í Reykholti, Borgarbyggð til kynningar skv. 30. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

Kynning á vinnslutillögu; íbúðarbyggð í landi Breiðabólsstaðar II í Reykholti – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Í breytingunni er fyrirhugað að breyta landnotkun svæðis í landi Breiðabólsstaðar II, stækka núverandi íbúðarsvæði (íb3) um 26,4 ha sem verður eftir breytingu 28,7 ha. Breytingin tekur til um 34,85 ha sem skilgreinist í dag sem landbúnaðarland, athafnasvæði (A1) og núverandi íbúðarsvæðis (íb3).

Vinnslutillagan mun liggja frammi í þjónustuveri Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, á opnunartíma kl. 9:30-15:00 alla virka daga. Vinnslutillagan er einnig aðgengileg á vef Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta vinnslutillögur og er frestur til að skila inna athugasemdum til 31. ágúst 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is

Borgarbyggð 16. ágúst 2022

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar