Fara í efni
25. okt 2021
Breyting á landnotkun í landi Urriðaárlands
Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst skipulagslýsing á breytingu aðalskipulags Borgarbyggðar.

Breyting á landnotkun í landi Urriðaárlands

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. október 2021 að auglýsa lýsingu á breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Urriðaárlands.

Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis í landi Urriðaár úr landbúnaði í frístundabyggð (F11). Frístundabyggð er nú 11,4 ha að stærð en yrði 22,6 ha eftir stækkun. Fjölgun gæti verið allt að 15 frístundalóðir. Aðkoma að svæðinu er frá Snæfellsnesvegi (54) um Brókarstíg og Klettastíg.

Ofangreind skipulagslýsing er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 20. október til og með 1. nóvember 2021. Ef óskað er nánari kynningu á skipulagslýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 1. nóvember 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 20. október 2021

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar