Fara í efni
25. okt 2021
Breyting á landnotkun í Mávakletti í Borgarnesi
Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst skipulagslýsing á breytingu aðalskipulags Borgarbyggðar.

Breyting á landnotkun í Mávakletti í Borgarnesi

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. október 2021 að auglýsa lýsingu á breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Mávaklett 10.

Fyrirhugað er að breyta landnotkun á svæði í Borgarnesi fyrir einni lóð, taka 0,1 ha land úr Óbyggð svæði og setja inn í Íbúðarbyggð (Í9). Stærð íbúðarbyggðar verði þá stækkað úr 7,8 ha í 7,9 ha, nýtingarhlutfall helst óbreytt.

Ofangreind skipulagslýsing er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 20. október til og með 1. nóvember 2021. Ef óskað er nánari kynningu á skipulagslýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 1. nóvember 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 20. október 2021

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar