Fara í efni
20. maí 2022
Dílatangi, Borgarnesi - nýtt deiliskipulag
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Dílatanga í Borgarnesi.

Deiliskipulagssvæðið er 15,9ha að flatarmáli og afmarkast af Ánahlíð í norðri, Kveldúlfsgötu í suðri og Borgarbraut í austri. Innan svæðisins eru 134 íbúðir, hjúkrunarheimilið Brákarhlíð, heilsugæsla og íbúðarhús fyrir aldraða auk kirkjugarðs Borgarness. Fyrirhugað er að staðfesta lóðamörk, setja skilmála og bæta við fjórum byggingarreitum innan svæðis. Tillagan samræmist aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Ofangreind deiliskipulagstillaga er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 20. maí til og með 2. júlí 2022. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 2. júlí 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 20. maí 2022

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar