Fara í efni
20. maí 2020
Endurheimt Hítarár í Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 198. fundi sínum þann 14.05.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Endurheimt Hítarár í Borgarbyggð  – tillaga að deiliskipulagi

Tillagan nær til 24 ha landsvæðis í Hítardal í Borgarbyggð, nánar tiltekið á því svæði þar sem stórt berghlaup varð 7. júlí 2018. Tillagan felst í því að móta 1,8 km árfarveg, við það endurheimtast um 7 km langur árfarvegur.

Skriflegum athugasemdum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 6. júlí n.k. Tillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 22. maí til 6. júlí 2020 og á vef Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar getur kynnt tillögu þeim sem þess óska sérstaklega. Hægt er að senda tölvupóst á skipulag@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433 7100.

Tillaga að deiliskipulagi