Fara í efni
18. jún 2020
Endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022, verkefnalýsing
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 199. fundi sínum þann 11.06.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 - Skipulagslýsing

Verkefnið er unnið á grundvelli skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Í skjalinu er lýst hvernig staðið verður að gerð aðalskipulagsins með það að markmiði að gefa íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um nálgun við skipulagsgerðina, viðfangsefni hennar og helstu forsendur. Einnig að upplýsa þá um hvar og hvernig tækifæri gefist til þátttöku í vinnuferlinu.

Skriflegum ábendingum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 20. júlí 2020. Skipulagslýsingar liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 19. júní til 20. júlí 2020 og á www.borgarbyggd.is.

Opinn kynningarfundur - Endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 - Skipulagslýsing

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar boðar til opins kynningarfundar um verkefnalýsingu á endurskoðun á  Aðalskipulagi Borgarbyggðar. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti mánudaginn 29. júní nk. og hefst hann kl. 18:00 og eru allir velkomnir.

Verkefnalýsing