Fara í efni
13. feb 2020
Engjaás í Munaðarnesi í Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 193. fundi sínum þann 10.01. 2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu, skv. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010:

Engjaás í Munaðarnesi í Borgarbyggð – lýsing á tillögu að deiliskipulagi.

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar er innan frístundasvæðis F61, í landi Munaðarness. Í tillögu er gert ráð fyrir tveimur frístundahúsalóðum.

Skriflegum ábendingum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 16. mars 2020. Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 14. febrúar til 16. mars 2020 og á www.borgarbyggd.is.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi