Frístundabyggð Kotstekksás í Munaðarnesi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. júní 2021 að auglýsa skipulagslýsingu að nýju deiliskipulagi fyrir Kotstekksás í landi Munaðarness í Borgarbyggð.
Deiliskipulagssvæðið er innan frístundasvæðis F62 aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022, tekur til fimm frístundalóða og er heildarstærð þess 3,6 ha. Aðkoma að lóðunum verður um nýjan veg sem nefnist Kotstekksás.
Ofangreind skipulagslýsing er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 16. júní til og með 30. júní 2021. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindri tillögu eða lýsingu þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 30. júní 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is.
Borgarbyggð, 16. júní 2021
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.