Fara í efni
18. okt 2022
Hraunbrekkur 34 Niðurskógi og Norðtunga - skipulagslýsingar
Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar skipulagslýsingar að breytingu á landnotkun í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. október 2022 að auglýsa lýsingar að breytingu á landnotkun í Niðurskógi, Húsafelli og Norðtungu í Borgarbyggð.

Niðurskógur í Húsafelli, Hraunbrekkur 34

Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis í landi Húsafells úr landbúnaði og opnu svæði til sérstakrar nota O34 í frístundabyggð. Frístundabyggð F127 er nú 73 ha að stærð og er fyrirhuguð stækkun um 2520 m² til vesturs og minnkar O34 til samræmis. Aðkoman að frístundabyggðinni er frá Hálsasveitarvegi (nr 518) og um frístundabyggðina á Húsafelli.

Norðtunga í Borgarbyggð

Fyrirhugað er að breyta landnotkun tveggja svæða í landi Norðtungu úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Svæðin verða annars vegar F147 sem verður 20 ha að stærð og hins vegar F148 sem verður um 6 ha að stærð. Gert er ráð fyrir um 50 frístundalóðum samanlagt innan skilgreindra frístundasvæða. Aðkoma að svæðunum er frá Þverárhlíðavegi (NR 522).

Ofangreindar skipulagslýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 18. október til og með 1. nóvember 2022. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsingarnar og er frestur til að skila inn ábendingum til 1. nóvember 2022. Ábendingum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.

Vakin er athygli á að ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 18. október 2022.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar