
Hraunsnef í Norðurárdal – tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022
Fyrirhugað er að breyta aðalskipulagi, bæta við frístundabyggð (F148) á um 40 ha svæði í landi Hraunsnefs, innan frístundasvæðisins er gert ráð fyrir 20 frístundahúsum.
Hraunsnef í Norðurárdal – tillaga að nýju deiliskipulagi
Markmið tillögu er að gera ráð fyrir 20 lóðum undir frístundahús og lóð undir verslun og þjónustu, bæta við byggingarreitum undir núverandi byggingar, tvö íbúðarhús og undir gistiskála.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 13. desember 2019 til 24. janúar 2020 og eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillögur. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en mánudaginn 27. janúar 2020 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Þriðjudaginn 17. desember 2019 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillögur verða kynntar þeim sem þess óska.