Húsafell 1 og Bæjargil
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. september 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Húsafell 1 og Bæjargil í landi Húsafells í Borgarbyggð.
Deiliskipulagið tekur til rúmlega 5ha svæðis úr jörðinni Húsafell sem skiptist milli Húsafells 1 og Bæjargils. Gert er ráð fyrir gistihúsi, 6 frístundahúsum, vinnustofu, sýningaraðstöðu, legsteinasafni og þjónustuhúsi á verslunar- og þjónustusvæði. Einnig er gert ráð fyrir bílastæðum sem ætluð eru hvoru landi fyrir sig. Aðkoma að svæðinu er frá Húsafellsvegi (5199) og Héraðsvegi sem tengjast Hálsasveitarvegi. Fallið er frá lýsingu þar sem allar megin forsendur eru tilteknar í tillögu að aðalskipulagi sem farið er í samhliða.
Ofangreind skipulagsáætlun er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 15. september til og með 28. október 2022. Ef óskað er nánari kynningu á áætluninni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við áætlunina og er frestur til að skila inn athugasemdum til 28. október 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Borgarbyggð, 15. september 2022
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar