Fara í efni
18. feb 2022
Húsafell verslun og þjónusta
Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Aðalskipulagsbreyting Húsafell í Borgarbyggð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Húsafelli í Borgarbyggð.

Sett er fram stefna um verslun og þjónustu á 5,3ha svæði í landi Húsafells 1 og Bæjargils. Ástæða breytingar er fyrirhugaður gisti- og veitingarekstur, safn og safnasvæði, vinnustofa, menningartengd ferðaþjónusta og starfsemi tengd listum. Aðkoma er um hérðasveg (5199).

Aðalskipulagsbreyting

Ofangreindar skipulagsáætlanir eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 21. febrúar til og með 6. apríl 2022. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindum tillögum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 6. apríl 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is.

Borgarbyggð, 21. febrúar 2022

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.