Fara í efni
25. nóv 2021
Jarðræktarmiðstöð LBHÍ á Hvanneyri
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með lýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhugað er að breyta landnotkun á Hvanneyri úr landbúnaði í þjónustustofnun. Reitur Þ1 er stækkaður til austurs, þ.e. opnu svæði O2. Núverandi stærð svæðis Þ1 er 1,1 en verður 3 ha eftir breytingu. Einnig er nýtingarhlutfalli svæðisins breytt úr 0,05 í 0,35.

Lýsing að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 verður aðgengileg í þjónustuveri Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8 Borgarnesi og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 24. nóvember til og með 9. desember 2021.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar eða gera athugasemdir við lýsinguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is .

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna og nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum sem birtar eru á heimasíðu Borgarbyggðar.

Borgarbyggð, 24. nóvember 2021

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar