Fara í efni
18. feb 2022
Jötnagarðsás í Munaðarnesi
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga breyting á deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar Jötnagarðsás 9, 11 og 30-40 í landi Munaðarness í Borgarbyggð.

Deiliskipulagið tekur til 8,75 ha svæðis með 13 frístundalóðum. Aðkoma að lóðum er um Jötnagarðsás sem tengist Þjóðvegi 1. Eldra skipulag frá árinu 1989 mun falla úr gildi. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Tillaga að deiliskipulagi

Ofangreinda skipulagsáætlun eru aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 21. febrúar til og með 6. apríl 2022. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindum tillögum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 6. apríl 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is.

Borgarbyggð, 21. febrúar 2022

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.