- Deiliskipulag Jötnagarðsás í Munaðarnesi
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar til og með 6. apríl 2022 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á auglýsingartíma bárust umsagnir frá lögbundnum umsagnaraðilum og einnig bárust tvær athugasemdir frá 55 hagsmunaaðilum á svæðinu.
Umsagnir og athugasemdir eru teknar saman í töflu í meðfylgjandi svarbréfi og viðbrögð og svör við þeim. Umsagnir eru skilgreindar eftir umsagnaraðilum en athugasemdirnar eru flokkaðar eftir atriðum, einstaklingar eru ekki tilteknir.
Vakin er athygli á málskotsrétti sbr. 10. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 4. gr. laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur m.a. fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því kæranda varð kunnugt eða mætti vera kunnugt um stjórnvaldsákvörðun.
Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eigi lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.