Kárastaðir í Borgarbyggð - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis í landi Kárastaða úr landbúnaðarlandi í athafnarsvæði. Breytingin mun taka til 2,2 ha svæðis, þannig að athafnarsvæði (A2) stækkar sem því nemur. Ástæða breytingar er að fyrirhugað er að stækka athafnarsvæðið í samræmi við þarfir innan svæðisins. Aðkoma að svæðinu er frá Vesturlandsvegi og um heimreið að gamla bænum á Kárastöðum sem nefnist Kárastaðaland. Málsmeðferð verður samkvæmt 31. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
Skriflegum athugasemdum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en föstudaginn 8. maí n.k. tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26. mars til 8. maí 2020 og á vef Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar getur kynnt tillöguna þeim sem þess óska sérstaklega. Hægt er að senda tölvupóst á skipulag@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433 7100.