Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Breytingartillaga Litlu-Tunguskógur
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Litlu-Tunguskóg í Húsafelli, Borgarbyggð.
Sett er fram stefna um að breyta landnotkun á 30 ha svæði innan frístundasvæðis F128 (Húsafell 2 og 3) yfir í íbúðarsvæði en frístundasvæðið er nú 98 ha að stærð en yrði 68 ha eftir breytinguna. Markmið tillögunnar er að heilsársbúseta verði möguleg á svæðinu og verða 40 frístundalóðum breytt í íbúðarhúsalóðir.
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð.
Breytingartillaga Litlu-Tunguskógur
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Litlu-Tunguskóg í Húsafelli, Borgarbyggð.
Tillagan tekur til breytinga á skilmálum þar sem 40 lóðir fyrir frístundahús verða skilgreindar sem lóðir undir íbúðarhús. 14 lóðir austast á svæðinu verða áfram skilgreindar sem frístundalóðir. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða.
Ofangreindar tillögur eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 29. júní til og með 12. ágúst 2022. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til 12. ágúst 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Borgarbyggð, 29. júní 2022
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar