Fara í efni
18. okt 2022
Litlu-Tunguskógur og Galtarholt II - deiliskipulag
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýstar tillögur að deiliskipulagi og deiliskipulagsbreytingu í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. október 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Litlu-Tunguskógi, Húsafelli og tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholts II.

Litlu-Tunguskógur – Frístundabyggð

Deiliskipulagið tekur til 25 ha frístundasvæðis í landi Húsafells 3. Áformað er að byggja 21 frístundahús á svæðinu. Um er að ræða framhald á fyrra ferli nýs deiliskipulags. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi.

Frístundabyggð Galtarholts II

Deiliskipulagsbreytingin tekur til 97 ha svæðis af 276,5 ha og á helst við um fjölgun frístundahúsa um 9, breytta vega- og stígagerð á svæðinu, niðurfellingu á 2 hesthúsalóðum og 4 leiksvæðum. Aðkoma er að lóðum um Laxholtsveg (5307) og Stóra-Fjallsveg (5330). Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Ofangreindar skipulagsáætlanir eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 18. október til og með 30. nóvember 2022. Ef óskað er nánari kynningu á áætluninni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við áætlunina og er frestur til að skila inn athugasemdum til 30. nóvember 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 18. október 2022.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar