Fara í efni
25. nóv 2021
Mávaklettur 10, Borgarnesi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með lýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 31. gr. sömu laga.

Breytingin felst í að íbúðarsvæði Í9 í Borgarnesi er stækkað sem nemur einni lóð við Mávaklett 10. Um er að ræða að breyta landnotkun óbyggðs svæðis í íbúðarsvæði. Núverandi stærð íbúðarsvæðis er 7,8 ha en verður eftir breytingu 7,9 ha.

Tillagan verður aðgengileg í þjónustuveri Borgarbyggðar að Bjarnarbraut 8 Borgarnesi og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 24. nóvember til og með 6. janúar 2022.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við breytingartillöguna. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is .

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna og nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum sem birtar eru á heimasíðu Borgarbyggðar.

Borgarbyggð, 24. nóvember 2021

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar