Fara í efni
16. júl 2019
Iðunnarstaðir í Lundarreykjadal
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögu: Iðunnarstaðir í Lundarreykjadal

Markmið tillögunnar er að skapa ramma utan um heilstæðan og vistvænan hótelrekstur. Haft er að leiðarljósi við hönnun svæðisins að mannvirki falli sem best að umhverfi. Gert ráð fyrir þremur nýjum samtengdum byggingum, tveimur gistiálmum og byggingu sem hýsir veitingaaðstöðu. Byggingar verða tengdar saman með léttu þaki. Hámarksstærð samanlagðra gólfflata bygginga skal ekki vera meiri en 1350 m². Hámarks salarhæð bygginga skal ekki vera meiri en 6 m. Í tillögu er gert ráð fyrir 2,6 ha. tjaldsvæði. Sameiginleg aðkoma verður að tjaldsvæðinu og hótelinu.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 11. júlí 2019 til 23. ágúst 2019 og eru einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillögu.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en mánudaginn 23. ágúast 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.

Tillaga að nýju deiliskipulagi