Fara í efni
14. apr 2021
Stafholtsveggir II
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 204. fundi sínum þann 8. október 2020 samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Stafholtsveggir II í Borgarbyggð – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Breytingin felst í breyttri landnotkun 4,5 ha svæðis í landi Stafholtsveggja II, úr landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir ferðaþjónustu með gistingu, veitingasölu o.fl. Svæðið verður merkt S11 á sveitarfélagsuppdrætti. Ný aðkomuleið að Stafholtsveggjum II mun tengjast núverandi heimreið austan við íbúðarhús Stafholtsveggja I.

Tillagan er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins: www.borgarbyggd.is frá 14. apríl 2021 til og með 28. maí 2021. Ef óskað er eftir nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 28. maí 2021 og skal athugasemdum skilað skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is.

Tillaga að breytingu.

Borgarbyggð, 14. apríl 2021.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar