Steðji í Borgarbyggð – verkefnalýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi
Áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu á jörðinni. Í brugghúsi er gestastofa og fyrirhugað er að staðsetja útleiguhús austan við brugghúsið og nýtast einnig við starfsmannahald. Hvert útleiguhús getur hýst þrjá gesti.
Stafholtsveggir II í Borgarbyggð – verkefnalýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Fyrirhugað er að breyta landnotkun í landi Stafholtsveggja II úr landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði. Breytingin mun taka til 4,5 ha svæðis og verður merkt S11 á sveitarfélagsuppdrætti. Ný aðkomuleið að Stafholtsveggjum II mun tengjast núverandi heimreið austan við íbúðarhús Stafholtsveggja I.
Skriflegum ábendingum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 22. júní 2020. Skipulagslýsingar liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 22. maí til 22. júní 2020 og á www.borgarbyggd.is.