Fara í efni
16. mar 2021
Stóra-Ás í Hálsasveit
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á fundi 212 þann 11. mars 2021, lýsingu fyrir gerð deiliskipulags í landi Stóra-Áss skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsing deiliskipulags í landi Stóra-Áss í Hálsasveit.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á fundi 212 þann 11. mars 2021, lýsingu fyrir gerð deiliskipulags í landi Stóra-Áss skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagssvæðið er um 5 ha og gert er ráð fyrir að á svæðinu verði skilgreind ný byggingarlóð um 3 ha að stærð. Á lóðinni verði heimilt að byggja íbúðarhús, fjölnotahús/smiðju og hesthús innan skilgreindra byggingarreita, heildar byggingarmagn allt að 650 m2.  Aðkoma að svæðinu verður af Hálsasveitarvegi (518). Markmið skipulagstillögunnar er að tryggja afkomendum eigenda lögbýlisjarðarinnar byggingarlóð og búsetugrundvöll til framtíðar í Hálsasveit.

Lýsingin mun liggja frammi til kynningar í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi, á opnunartíma 9:30-15.00 alla virka daga.

Lýsingin er einnig aðgengileg hér.


Ábendingar varðandi tillögugerðina skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggð.is fyrir 31. mars 2021.

Borgarbyggð, 17. mars 2021
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar