Fara í efni
17. maí 2021
Stóra-Ás og Bjarnastaðir
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Deiliskipulag fyrir byggingarlóð í landi Stóra-Áss

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2021 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Stóra-Áss í Borgarbyggð.

Deiliskipulagið tekur til tveggja lóða innan 5 ha svæðis í landi Stóra-Áss. Á annarri lóðinni er heimilt að byggja íbúðarhús og hin er ætluð fyrir fjölnotahús/smiðju og hesthús. Heildar byggingarmagn er allt að 650 m2. Aðkoma að lóðum verður af Hálsasveitarvegi (518).

Nýtt deiliskipulag

Deiliskipulag Bjarnastaðir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2021 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi á Bjarnastöðum í Hálsasveit, Borgarbyggð.

Deiliskipulagið tekur til bæjarstæðis jarðarinnar Bjarnastaðir. Svæðið er 5,5 ha að stærð og innan þess eru skilgreindar 3 íbúðarhúsalóðir ásamt landbúnaðarbyggingum. Aðkoma að lóðum er af Hvítársíðuvegi (523-02).

Ofangreindar deiliskipulagstillögur eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 19. maí 2021 til og með 2. júlí 2021. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindri tillögu þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 2. júlí 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is.

Nýtt deiliskipulag

Borgarbyggð, 19. maí 2021

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.