Fara í efni
25. nóv 2022
Víðines í landi Hreðavatns
Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 41. gr. sömu laga er hér með auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. september 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á landnotkun í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og að breytingu deiliskipulags frístundabyggðar í Víðinesi í landi Hreðavatns frá árinu 2006 m.s.br.

Víðines í landi Hreðavatns 

Fyrirhugað er að breyta landnotkun frístundabyggðar í Víðinesi í landi Hreðavatns úr frístundabyggð (F51) í íbúðarbyggð (Í8). Svæðið er um 10 ha að flatarmáli, fjöldi lóða 24, nýtingarhlutfall 0,1. Heimilt byggingarmagn verður allt að 350 fm á hverri lóð. Aðkoma að svæðinu er um veginn Víðines og Paradísarlaut af Hringvegi (1). Unnið er að breytingu á deiliskipulagi samhliða þessari aðalskipulagsbreytingu.

Íbúðasvæði Víðiness að Hreðavatni (áður Frístundabyggð að Hreðavatni) 

Tillagan tekur til breytingar á frístundabyggð í íbúðarbyggð og er nafni deiliskipulags breytt í samræmi við það í ''Deiliskipulag íbúðarsvæðis Víðiness að Hreðavatni í Borgarbyggð''. Texti greinargerðar er uppfærður hvað varðar fráveitu, brunavarnir, fornminjar og byggingarskilmála auk þess sem strangari skilyrði eru sett varðandi verndun hrauns. Gerð er breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 samhliða.

Ofangreindar skipulagsáætlunir eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 25. nóvember til og með 13. janúar 2022. Ef óskað er nánari kynningu á áætluninni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við áætlunirnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til 13. janúar 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 25. nóvember 2022.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar