Fara í efni

Grænfáninn - skólar á grænni grein

Skólar á grænni grein (Grænfánaskólar) eru alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að mennta nemendur í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefninu er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og starfsmanna skólans um umhverfismál og skólar sem ná viðmiðum sínum fá heimild til að flagga grænfána til tveggja ára í senn.

Í Borgarbyggð eru leikskólarnir Andabær og Hnoðraból, Grunnskólinn í Borgarnesi og Grunnskóli Borgarfjarðar ásamt Menntaskóla Borgarfjarðar og Landbúnaðarháskóla Íslands skólar á grænni grein.

 Það er Landvernd sem hefur umsjón með verkefninu á Íslandi.

Verkefnakista