Íþróttir og tómstundastarf

Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarfi er mikilvægt hverju samfélagi. Borgarbyggð hefur stutt við uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu auk aðstöðu til ýmiskonar útivistar í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna uppbyggingu göngustíga í Borgarnesi, aðstöðu til útivistar í Einkunnum, uppbyggingu golfvallarins í Borgarnesi og aðstöðu hestamanna auk sparkvalla í Borgarnesi, á Hvanneyri og á Bifröst. Þá á sveitarfélagið og rekur þrjú íþróttahús og sundlaugar. Með stefnu Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum er mótuð framtíðarsýn í íþrótta- og tómstundamálum í Borgarbyggð. Skýr stefna tryggir að allir sem starfa að íþrótta- og tómstundamálum stefni í sömu átt með það að markmiði að efla íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu. Samhliða mótun heildstæðrar stefnu og framkvæmd hennar er unnið að frekara samstarfi sveitarfélagsins við Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) og grasrótina.

Stefna Borgarbyggðar í íþrótta – og tómstundamálum 2018 – 2025