Félagsmiðstöðvar

Í félagsmiðstöðvunum Borgarbyggðar er boðið upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 – 16 ára börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á að ná til áhugasviðs flestra unglinga og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum. Nánari upplýsingar um opnunartíma félagsmiðstöðvanna eru á heimasíðum þeirra. Félagsstarf barna og unglinga byggir á lýðræði, forvörnum og heilbrigðs lífernis.

Upplýsingar um félagsmiðstöðvar Borgarbyggðar veitir Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, tómstundafulltrúi í tölvupósti á netfangið siggadora@umsb.is og í síma 869 8646.

Ungmennaráð Borgarbyggðar

Æskulýðslög kveða á um að sveitarstjórnum beri að sjá til þess að stofnuð séu sérstök ungmennaráð í sveitarfélögum. Ungmennaráð Borgarbyggðar var stofnað haustið 2008 og hefur það sérstakt erindisbréf. Stjórnir nemendafélaga grunnskólanna, menntaskólans og ungmennahúss tilnefna sinn fulltrúa í ráðið. Hlutverk ráðsins er m.a. að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks á aldrinum 15 til 20 ára og koma tillögum og skoðunum þessa aldurshóps á framfæri. Ungmennaráð mun funda nokkru sinnum á ári og eiga sameiginlegan fund með sveitarstjórn árlega. Með þessu koma ungmenni sjónarmiðum sínum á framfæri og þjálfast í lýðræðislegum vinnubrögðum auk þess sem tengsl ungmenna í sveitarfélaginu aukast við stjórnkerfi þess.

Hér má finna nánari upplýsingar um ungmennaráð Borgarbyggðar.