Menntun og börn

Í Borgarbyggð eru starfræktir tveir grunnskólar, fimm leikskólar, tónlistarskóli, menntaskóli og símenntunarmiðstöð. Samkvæmt stjórnskipulagi Borgarbyggðar heyra leikskólar, grunnskólar og tónlistarskólinn undir Fjölskyldusvið Borgarbyggðar. Fræðslunefnd fer með umboð Borgarbyggðar er varðar málefni leikskóla, grunnskóla og tónlistarskólans eftir því sem lög og reglugerðir kveða á um og sveitarstjórn kunna að fela henni hverju sinni.

Leikskólar

Samkvæmt lögum um leikskóla bera sveitarfélög ábyrgð á starfsemi leikskóla og eiga að tryggja börnum leikskóladvöl. Borgarbyggð setur stefnu fyrir starfsemi leikskóla sem skólanámskrár þeirra byggja á og ber ábyrgð á húsnæði og búnaði leikskóla, skólaþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélaginu. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og er fyrir öll börn undir skólaskyldu aldri.

Grunnskólar

Samkvæmt lögum um grunnskóla bera sveitarfélög ábyrgð á rekstri grunnskóla. Borgarbyggð setur stefnu fyrir starfsemi grunnskóla sem skólanámskrár þeirra byggja á og ber ábyrð á húsnæði og búnaði grunnskóla, skólaþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd grunnskólastarfs í sveitarfélaginu. Grunnskólanám er skylda og skulu öll börn og unglingar á aldrinum 6-16 ára sækja grunnskóla.

Framhaldsskólar

Þau ungmenni sem lokið hafa grunnskólanámi eiga rétt á að hefja nám í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þeir eiga jafnframt rétt á því að stunda nám í framhaldsskóla til 18 ára aldurs vegna fræðsluskyldunnar.

Mikilvægir tenglar: