Leikskólar

Í Borgarbyggð eru starfandi fimm leikskólar sem starfa eftir lögum og reglugerðum um leikskóla og skólastefnu Borgarbyggðar. Mennta- og menningarmálaráðuneyti mótar uppeldisstefnu leikskóla í aðalnámskrá leikskóla og Borgarbyggð setur fram áherslur sveitarfélagsins í skólastefnu en sérhver leikskóli skipuleggur og starfar eftir sínum áherslusviðum og mótar skólanámskrá sem aðgengileg er á heimasíðum leikskólanna og byggja á markmiðum laga um leikskóla og aðalnámskrá.

Upplýsingar um leikskóla veitir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 433-7100.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðum leikskólanna.

Andabær
Arnarflöt 2
www.andabaer.leikskolar.is
sími: 433 7170
netfang: andabaer@borgarbyggd.is
leikskólastjóri: Ástríður Guðmundsdóttir 

Hnoðraból
Grímsstöðum í Reykholtsdal
http://hnodrabol.leikskolinn.is/
sími: 433 7180
netfang:hnodrabol@borgarbyggd.is
leikskólastjóri: Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir

Hraunborg
Bifröst
www.hjalli.is/hraunborg/
sími:435 0077
netfang:hraunborg@hjalli.is
leikskólastjóri: Bára Tómasdóttir

Klettaborg
Borgarbraut 101, sími:433 7160

http://klettaborg.leikskolinn.is/

netfang:klettaborg@borgarbyggd.is
leikskólastjóri: Steinunn Baldursdóttir

Ugluklettur
Uglukletti 1

http://ugluklettur.leikskolinn.is/

sími: 433 7150
netfang:ugluklettur@borgarbyggd.is
leikskólastjóri: Kristín Gísladóttir

Skólaþjónusta Borgarbyggðar

Börn eiga að fá tækifæri til að þróa með sér jákvæða sjálfsmynd í skólum Borgarbyggðar. Í skólastefnu Borgarbyggðar er lögð áhersla á að ýta undir styrkleika barna og áhugasvið. Einnig að koma eigi til móts við námsstíl hvers barns og nýta til þess skapandi nám, fjölbreytta kennsluhætti og fjölbreytt námsgögn. Starfsreglur um stuðning í leikskólum Borgarbyggðar má nálgast hér.

Reglur um innritun barna í leikskóla Borgarbyggðar

Umsókn
Sótt er um leikskóladvöl á vef Borgarbyggðar. Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Borgarbyggð, en barnið getur verið á biðlista þótt lögheimili sé annars staðar. Vegna tímabundinna dvala barna með lögheimili í öðrum sveitarfélögum er farið eftir viðmiðunarreglum Borgarbyggðar vegna skóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags.

Úthlutun /innritun í leikskóla
Farið er eftir aldursröð í úthlutun. Systkini hafa forval í þann leikskóla sem eldra systkini er í þegar að úthlutun er komið skv. aldursröð.

Innritun
Leikskólastjóri tilkynnir foreldrum hvenær barnið getur hafið leikskólagöngu, að jafnaði eigi síðar en fjórum vikum áður en leikskóladvöl hefst.Staðfesta þarf dvölina hjá leikskólastjóra innan 10 daga frá því að tilkynning berst.

Uppsagnarfrestur
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við fyrsta eða fimmtánda dag hvers mánaðar. Uppsögn skal vera skrifleg og skilast til leikskólastjóra á þar til gerðu eyðublaði. Skuldi foreldrar þrjá mánuði er barninu sagt upp leikskóladvöl.

Leikskólagjöld
Gjald fyrir dvöl á leikskóla er innheimt fyrirfram. Leikskólagjöld eru innheimt í ellefu mánuði á ári. Gjaldskrá leikskóla er endurskoðuð árlega og tekur sveitarstjórn ákvörðun um breytingar á henni. Gjaldskrá leikskóla er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar og hér.

Gjaldskrá leikskóla Borgarbyggðar má sjá undir „Gjaldskrár“

Dvalartími
Leikskólar eru opnir virka daga kl. 07.45-16.30. Gerður er dvalarsamningur um dvöl barnsins á leikskólanum. Hægt er að sækja um breytingu á dvalartíma hjá leikskólastjóra. Börn skulu taka fjögurra vikna sumarleyfi.

Starfsfólk leikskóla Borgarbyggðar er bundið þagnarskyldu.