Fara í efni
Kór Menntaskólans að Laugarvatni mun ferðast í Borgarfjörð helgina 11.- 13. október til æfinga og halda til á Varmalandi. Tónleikar kórsins verða síðan í Reykholtskirkju laugardaginn 12. október kl. 15:00. Heimamenn sem og allir aðrir eru hvattir til að koma í Reykholtskirkju og njóta góðrar tónlistar gegn lágu gjaldi.

Kór Menntaskólans að Laugarvatni mun ferðast í Borgarfjörð helgina 11.- 13. október til æfinga og halda til á Varmalandi. Tónleikar kórsins verða síðan í Reykholtskirkju laugardaginn 12. október kl. 15:00.

Kór ML hefur notið mikillar athygli undanfarin ár og hlaut hann, og stjórnandi hans Eyrún Jónasdóttir, snemma á þessu ári Menntaverðlaun Suðurlands fyrir sitt starf. Kórinn er fjölmennasti framhaldsskólakór landsins en í honum syngja 103 nemendur úr 1.-3. bekk sem er rúmlega 75% af öllum nemendum skólans. Á efnisskrá kórsins er fjölbreytt tónlist, bæði íslensk og erlend og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Undirleikur í höndum Eyrúnar kórstjóra auk kórfélaga sjálfra.

Heimamenn sem og allir aðrir eru hvattir til að koma í Reykholtskirkju og njóta góðrar tónlistar gegn lágu gjaldi.