Fara í efni
Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Skólastarf

Sumarhátíð í Klettaborg

Það var líf og fjör í Klettaborg í síðustu viku en árlega sumarhátíð leikskólans fór fram þriðjudaginn 16. júní.

Forsetakosningar 2020 - auglýsing vegna kjörskrár

Kjörskrá Borgarbyggðar vegna forsetakosninga sem fram fara 27. júní 2020 liggur frammi á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá og með 16. júní til kjördags.

17. júní 2020 í Borgarbyggð

Hátíðarhöld á 17. júní í Borgarbyggð eru með breyttu sniði í ár vegna COVID-19 veirunnar. Gætt verður að fjöldatakmörkunum sem eru nú 200 manns og farið eftir tilmælum er varðar fjarlægðarmörk. Íbúar eru hvattir til að gera sér glaðan dag og setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum.
Umhverfið

Áskorun til kattaeigenda

Um þessar mundir eru ungar að klekjast úr eggjum hinna ýmsu fuglategunda. Fuglavinum svíður því sárt að sjá heimilisketti éta ófleyga unga og er því enn minnt á ábyrgð kattaeigenda og þess vænst að þeir taki þeim tilmælum sem birtast í samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð og einnig í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðlandið í Andakíl.