Fara í efni

Dósamóttakan opnar með takmörkunum

Dósamóttakan opnar með takmörkunum

Áætlað er að opna fyrir móttöku tvo daga í  viku tímabilið 20. – 30. apríl.

Opið verður á mánudag frá kl. 08:00-16:00 og þriðjudag frá 08:00-12:00. Viðskiptavinir eru beðnir um að merkja alla sína poka vel til að koma í veg fyrir rugling, þá biðjum við viðskiptavini um að virða fjarlægðarmörk milli einstaklinga og gæta þess að það séu alltaf tveir metrar á milli fólks. Fjöldi viðskiptavina í Öldunni verður takmarkaður og biðjum við um að aðeins einn komi inn í einu.

  • Viðskiptavinum býðst að koma með talið og fá þá greitt strax.
  • Þeir viðskiptavinir sem mæta með ótalið skilja sína poka eftir. Vegna smithættu er ekki talið strax heldur látið bíða í nokkra daga og greitt viku eftir móttöku.

 

Stærri sendingar

Stærri sendingar teljast vera 10 svartir ruslapokar eða fleiri. Við biðjum þá sem eru með stærri sendingar að hafa samband við okkur í síma 433-7441 til að finna tíma fyrir afhendingu.

 

Minnum á flokkun

Glerflöskur sér

--------------------------------------------------

Áldósir og plastflöskur saman

 

 A.T.H Breytt aðgengi - Gengið er inn á hlið vinstra megin