Fara í efni

Brúna tunnan kemur í Borgarbyggð

Brúna tunnan kemur í Borgarbyggð

Dreifing á brúnu tunnunni hefur tafist lítillega, meðal annars vegna Covid-19 faraldursins. Vegna smitvarna hefur verið fallið frá því að heimsækja öll heimili með upplýsingar og ílát, en þess í stað verður brún tunna skilin eftir við önnur sorpílát og íbúar þurfa sjálfir að sækja litla fötu og rúllu af maíspokum sem skilið verður eftir ofan í brúnu tunnunni. 

Æskilegt er að allur lífrænn úrgangur sem fer í brúnu tunnuna sé í maíspokum. Gert er ráð fyrir að öll heimili taki við brúnni tunnu, enda mikilvægt að sem flestir taki þátt í því sameiginlega verkefni að draga úr urðun lífræns úrgangs. Ef íbúar hins vegar vilja alls ekki brúna tunnu, þá er það möguleiki, án þess þó að það hafi áhrif á sorphirðugjöldin.

Dreifing tunnunar hefst í Borgarnesi á næstu dögum og þá í öðrum þéttbýliskjörnum og að lokum í dreifbýlinu til samræmis við sorphirðudagatal.

Dreifibréf verður sent á öll heimili  ásamt flokkunartöflu fyrir brúnu tunnuna. Þá er að finna gagnlegar upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Borgarbyggðar en einnig er fjölbreytt efni að finna á heimasíðu Íslenska gámafélagsins, www.igf.is

Minnt er á að vegna Covid-19 eru íbúar beðnir að lágmarka heimsóknir sínar í stofnanir sveitarfélagsins eins og kostur er og því óskast allar beiðnir, fyrirspurnir, athugasemdir og ábendingar vegna brúnu tunnunar sendar á borgarbyggd@borgarbyggd.is