Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

13. fundur 02. maí 2001 kl. 21:15 - 21:15 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttarupprekstrar, fundur nr. 13 Dags : 02.05.2001
Fundur afréttarnefndar Borgarbyggðar í Þverárréttarupprekstri var haldinn í Bakkakoti 2. maí 2001 og hófst hann kl. 21.15.
Mættir voru:
aðalfulltrúar: Kristján Axelsson
Þórir Finnsson
Ragnheiður Ásmundardóttir
Fyrir var tekið: Hugsanlegar leiðir að jöfnun fjallskila í Borgarbyggð vegna hugmynda, sem komu fram á fundi hjá formönnum afréttarnefnda í Borgarbyggð 23. apríl s.l.
Nefndin leggur til:
1. Fjallskilum verði jafnað niður á fjallskilaskyldan fénað og landverð.
2. Öll fjallskil séu metin í peningum.
3. Samræmt verði mat á vinnuframlagi og dagsverk metin eins.
4. Útgjöldum vegna viðhalds girðinga og mannvirkja verði ekki jafnað á fjallskil. Það sama gildir um Dalaréttir.
5. Tekjur af hlunnindum og útleigu fjallhúsa greiði þennan kostnað sem tilgreindur er í 4. lið, ásamt því, sem út af stendur vegna jöfnunar fjallskila, þó þannig að fjármunir flytjist ekki á milli afréttadeilda. Sveitafélagið greiði það, sem á vantar eins og verið hefur.
Nefndin er samþykk því að dagsverk til fjallskila í haust verði kr. 6000.
Fleira ekki tekið fyrir og
fundi slitið kl. 23.15.
Þórir Finnsson
fundarritari.