Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

18. fundur 19. apríl 2011 kl. 21:30 - 21:30 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 18 Dags : 19.04.2011
18. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar var haldinn í Bakkakoti 19. apríl 2011 og hófst kl. 21:30.
 
Mættir voru Kristján Axelsson, Ólafur Guðmundsson, Egill Kristinsson, Þórir Finnsson.
 
Kristján setti fundinn og stjórnaði honum. Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
  1. Bréf Bjargar Gunnarsdóttur v. fjallskila.
Komið hefur í ljós að ekki hafa verið greidd fjallskil af geitunum á Háafelli í Hvítársíðu. Björg segir að samkvæmt fjallskilasamþykkt beri að leggja á geitur jafnt og sauðfé. Hvergi er minnst á geitur í fjallskilasamþykkt Mýrasýslu. Ákveðið að fá nánari útskýringu hjá Björgu.
 
  1. Hesthús við fjallhús Þverhlíðinga.
Ákveðið að leggja til við sveitastjórn að byggja hesthús við leitaskála Þverhlíðinga (Lónaborg). Um er að ræða 67,5 m2 bogahús frá Hýsi-Merkúr ehf.Óskað er eftir 3ja milljóna framlagi vegna byggingarinnar. Efniskostnaður eru.þ.b. helmingur upphæðarinnar og er þá vitnað í afgreiðslu byggðaráðs frá3.3.´11, einnig erindi frá Grétari Reynissyni Höll. Þann 4. apríl sl. var farin vettvangskönnun á snjóbíl undir forystu Grétars Reynissonar og athugað ástand núverandi hesthús en það er að hruni komið. Frá Borgarbyggð fóru Jökull Helgason og Baldur Tómasson og Ólafur Guðmundsson sem fulltrúi afréttarnefndarinnar auk nokkurra fleiri.
 
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 24:00
 
Þórir Finnsson, Kristján F. Axelsson, Ólafur Guðmundsson, Egill J. Kristinsson.