Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

16. fundur 24. ágúst 2002 kl. 13:20 - 13:20 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttarupprekstrar, fundur nr. 16 Dags : 24.08.2002
Fundur í afréttarnefnd Borgarbyggðar í Þverárréttarupprekstri var haldinn í Bakkakoti 24. ágúst 2002 og hófst kl. 13.15.
 
Mættir voru:
aðalfulltrúar: Kristján Axelsson
Egill Kristinsson
Þórir Finnsson
 
Kristján setti fund og stjórnaði honum. Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
 
1. Bréf frá Diðriki Vilhjálmssyni, Helgavatni og Einari Sigurðssyni, Lundi dags. 19. ágúst 2002 ásamt reikningum fyrir ágangi sauðfjár í landi Hermundarstaða og Lunds sumarið 2001 að upphæð kr. 162.000. Einnig fylgdu með bréf og innheimtuseðlar frá Borgarbyggð haustið 2001 að upphæð kr. 27.000.
Afréttarnefndin bendir á lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6 1986 með síðari breytingum, en þar er að finna ákvæði um réttindi og skyldur jarðeigenda og -eða ábúenda um ágang og smalanir. Bent er á greinar nr. 31, 33, 39, 41 og 52.
Einnig bendir nefndin á fjallskilasamþykkt Mýrasýslu staðfest af ráðherra 4. september 1992. Þar er skýrt tekið á um réttindi og skyldur jarðeigenda og-eða ábúenda varðandi ágang og smalanir í grein nr. 16 og 21.
Ekki er að finna stoð í lögum til innheimtu vegna beitar sbr. meðfylgjandi reikninga, en hinsvegar er skylda lögð á sveitarfélög að láta smala jarðir, sem ekki eru smalaðar af eigendum og getur sveitarfélagið þá innheimt kostnað, sem af því leiðir af viðkomandi aðilum.
Afréttarnefndin beinir því til bæjarráðs og-eða bæjarstjórnar Borgarbyggðar að sátt náist í máli þessu og að lausn um smölun á þessum jörðum náist fyrir göngur í haust.
Eðlilegt væri að bæjarstjórnin boðaði til fundar með landeigendum, afréttarnefnd, fulltrúum úr bæjarstjórn og-eða bæjarstjóra, þjónustufulltrúa dreifbýlis til þess að ná lausn í málinu.
Framangreindir reikningar og fylgiskjöl verða afhent starfsmönnum bæjarskrifstofu Borgarbyggðar.
 
2. Niðurjöfnun fjallskila.
Fjallskilum er jafnað niður á fjártölu sem er samtals 7.847 kindur samkvæmt talningu sl. vor.
Heildar fjallskilakostnaður er kr. 1.977.444 sem gerir kr. 252 á kind.
Fjallskilagjöld verð innheimt af bæjarskrifstofu Borgarbyggðar og er gjalddagi 1. nóvember 2002, en eindagi 20. nóvember 2002.
Leitir:
Farið verður í 1. leit föstudaginn 13. september.
Farið verður í 2. leit föstudaginn 20. sepember.
Þriðju leit skal gera föstudaginn 27. september og laugardaginn 28. september. Þó er heimild til færslu á leitardögum þriðju leitar samkv. fjallskilasamþykkt Mýrasýslu. Fjallkóngar þriðju leitar taki ákvörðun um breytingu ef þurfa þykir.
Fjórir menn frá Tungnamönnum fari inn í Dali og smali með Haukdælingum fyrri leitardag upp úr dölunum og niður á Hvassárdal. Menn sem fara inn í Dali verða frá eftirtöldum bæjum: Bakkakoti; 1 maður, Hjarðarholti; 2 menn, Steinum; 1 maður. Sindri Sigurgeirsson fari fyrir þessum hóp á laugardaginn.
Fjallkóngar í Tungnamannaleitum verða:
1. leit, Kristján Axelsson Bakkakoti
2. leit, Jóhann Oddsson Steinum
3. leit, Trausti Magnússon Hamraendum
Fjallkóngar í Þverárhlíðingaleitum verða:
1. leit, Einar G. Örnólfsson Sigmundarstöðum
2. leit, Grétar Reynisson Höll
2. leit, Eysteinn Bergþórsson Höfða.
Leitin er metin á kr. 18.000, laugardagsleit er metin á kr. 9.000, Brekkurétt er metin á kr. 6.000, Nesmelsrétt er metin á kr. 6.000, vökumaður er metin á kr. 6.000 og dráttarvél er metin á kr. 12.000.
Réttir:
Fyrsta Þverárrétt verður mánudaginn 16. september og hefst kl 7.oo
Önnur Þverárétt verður mánudaginn 23. september og hefst kl. 10.oo
Þriðja Þverárrétt verður mánudaginn 30. september og hefst kl. 10.oo
Réttarstjóri í öllum réttum verður, Davíð Aðalsteinsson Arnbjargarlæk.
Menn smali heimalönd fyrir þriðju rétt og færi óskilafé þangað.
Hestagirðingin verður fjárheld og því til afnota fyrir óskilafé.
Eigendur kosta sjálfir flutning á fé sem kemur fyrir vestur í Dölum eftir 5. nóvember.
 
3. Önnur mál.
Kristján upplýsti að Héraðsnefnd Mýrasýslu hefði kosið mann í fjallskilanefnd Mýrasýslu, en fjallskilanefnd var ekki kosin á síðasta kjörtímabili. Í nefndinni sitja formenn afréttarnefnda í Borgarbyggð, ásamt fulltrúa úr Hvítársíðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.3o
 
Þórir Finnsson
fundarritari.