Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

2. fundur 13. ágúst 2006 kl. 21:30 - 21:30 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 2 Dags : 13.08.2006
2. Fundur Afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar.
 
Var haldinn í Bakkakoti 13. ágúst 2006 og hófst hann kl 21:30
 
Mættir voru: Kristján Axelsson ,Ólafur Guðmundsson, Egill Kristinsson, og Þórir Finnsson.
 
Kristján sett fund og stjórnaði honum, Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
 
1. Afrit af erindi Sigurðar Bergþórssonará Höfða til byggðarráðs Borgarbyggðar
Varðandi álagningu fjallskila í Þverárréttarupprekstri.
Byggðaráð samþykkti að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar og afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar, Sigurður vill að álagningu fjallskila verði breytt þannig að hluti þeirra verði lagður á landverð, eins og víða er gert.
Samþykkt var svo hljóðandi bókun.
Svar við erindi byggðarráðs Borgarbyggðar dags 04.08.06.
Afréttarnefnd Þverárréttarupprekstrar leggur til að forsendur fyrir álagningu fjallskila og innheimta gjalds af landverði í Þverárréttarupprekstri verði óbreytt frá því sem verið hefur undanfarin ár.
 
2. Leigukrafa vegna Kvíafjalls.
Lagt fram bréf frá Jóhannesi Ásgeirssyni hdl,sem hefur umboð frá Ragnari Ólafssyni frá Kvíum ,en hann gerir kröfur um eftirgjald eftir Kvíafjall, sem ekki er leigusamningur um.
Ingi Tryggvason hdl falið málið til meðferðar í samráði við Eirík Ólafsson skrifstofustjóra Borgarbyggð.
 
3. Umsókn um fjármagn v/ fjallhúss Þverhlíðinga.
Afréttarnefnd samþykkti að óska eftir að sveitasjóður Borgarbyggðar veitti 150.000.-kr til að ganga frá endurbótum á áðurnefndu fjallhúsi.
Ennfremur má geta þess að unnið er að því að klára viðbyggingu við fjallhús Hvítsíðinga, sem gerð var á síðasta ári og fjármunir til verksins voru á fjárhagsáætlun Hvítársíðuhrepps fyrir sameiningu sveitarfélagana í vor.
 
4. Fjárhagsáætlun 2006
Kostnaðaráætlun fyrir yfirstandandi ár lögð fram
Tekjur 2750.258 kr
Gjöld 3364.278 kr
Mismunur 614.020 kr
 
Fleira ekki tekið fyrir ,fundi slitið kl 24
 
Þórir Finnsson
Ólafur Guðmundsson
Egill J Kristinsson
Kristján F Axelsson.
 
P.S Ákveðið að jafna niður fjallsskilum 28 ágúst n.k.