Fara í efni

Félagsmálanefnd

5. fundur 08. nóvember 2006 kl. 10:40 - 10:40 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 5 Dags : 08.11.2006
5. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 8. nóvember, 2006, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
Mættir: Hjördís Hjartardóttir, Kristín Valgarðsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir, Jónína Heiðarsdóttir og Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir. Haukur Júlíusson boðar forföll.
 
Dagskrá:
 
1. Lögð fyrir beiðni Sýslumannsembættisins um umsögn vegna umgengnisdeilu.
Sjá trúnaðarbók
 
2. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu fyrir 2007, þ.m.t. skoðun gjaldskrár fyrir heimilishjálp og heimsendan mat.
Í ljósi þess að engar hækkanir hafa verið síðustu ár á heimilishjálp eðaheimsendum mat, leggur nefndin til hækkun í 390 kr á tímann fyrir elli og örorkulífeyrisþega sem greiða fyrir heimilishjálp og 780 kr. á tíman fyrir aðra sem fá heimilishjálp.
Nefndin gerir tillögu að hækka matarbakkann í 550 kr.
 
3. Rætt um kostnað vegna matarbakka utan Borgarness.
Nefndin samþykkir að viðkomandi aðilar greiði samkv. gjaldskrá.
 
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sálfræðimeðferðar.
Samþykkt, sjá trúnaðarbók.
 
5. Umsókn um stuðningsfjölskyldu.
Samþykkt, sjá trúnaðarbók.
 
6. Umræður um þörf fyrir félagslegt húsnæði.
Félagsmálanefnd sér þörf á þjónustuhúsnæði fyrir aldraða.
 
7. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 
8. Önnur mál.
Rætt um ráðstefnu Heimahjálp 23. nóvember. ákveðið að Guðbjörg Sigurðardóttir og Hjördís Hjartardóttir fari.
 
 
Fundargerð lesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 19:00