Fara í efni

Félagsmálanefnd

7. fundur 10. janúar 2007 kl. 09:36 - 09:36 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 7 Dags : 10.01.2007
7. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 10. janúar 2007, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
Mættir:
Kristín Valgarðsdóttir,
Jónína Heiðarsdóttir,
Ingibjörg Daníelsdóttir,
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Haukur Júlíusson.
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
 
1. Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.
Nefndin leggur til að í 7. gr. reglna um fjárhagsaðstoð í Borgarbyggð falli burt 1. málsgrein og í stað komi " Fjárþörf einstaklings:neyslueining er kr. 92.570 á mánuði og framreiknast í samræmi við vísitölu neysluverðs í janúar ár hvert."
 
 
2. Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir félagsmálanefnd.
 
Farið yfir drög að erindisbréfi og gengið frá breytingartillögu sem send verðursveitarstjórn..
 
3. Kosning fulltrúa í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Sem aðalmenn voru kjörnir:
Kristín Valgarðsdóttir
Jónína Heiðarsdóttir
Ingibjörg Daníelsdóttir
og til vara:
Guðbjörg Sigurðardóttir
Haukur Júlíusson
Svava Kristjánsdóttir
 
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Sjá trúnaðarbók.
 
5. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Sjá trúnaðarbók.
 
6. Umsókn um undanþágu frá búsetuskilyrðum vegna umsóknar um sérstakar húsaleigubætur. Sjá trúnaðarbók.
 
7. Umræður um jafnréttismál.
 
Félagsmálastjóra falið að senda nefndarmönnum greinargerðir um kannanir álaunamun kynjanna hjá Borgarbyggð frá 2004 og 2006.
Félagsmálastjóra jafnframt falið að kanna hlutföll kynjanna í nefndum ográðum hjá Borgarbyggð.
 
8. Lagðar fram afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 
9. Önnur mál
 
1. Lagt fram bréf Félagsmálanefndar Alþingis með beiðni um umsögn vegnafrumvarps til laga um breytingar á jafnréttislögum. Félagsmálastjóra falið að gera umsögn og taka jákvætt í tillögurnar.
 
Fundi slitið kl.18:35