Fara í efni

Félagsmálanefnd

11. fundur 16. maí 2007 kl. 18:36 - 18:36 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 11 Dags : 16.05.2007
11. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 16. maí 2007, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Jónína Heiðarsdóttir, Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir.
Varamaður: Björg Gunnarsdóttir fyrir Hauk Júlíusson.
 
Auk þess sat fundinn félagsmálastjóri Hjördís Hjartardóttir.
 
 
1. Umsögn um drög að stefnu í málefnum nýbúa, var lagt fram á fundi í mars sl.
Félagsmálanefnd lýsir ánægju með drög að stefnu í málefnum innflytjenda og felur félagsmálastjóra að koma athugasemdum á framfæri.
 
2. Lögð fram tillaga að reglum um leigurétt og úthlutun félagslegra leiguíbúða hjá Borgarbyggð.
Lögð voru fram drög að reglum, sem unnin höfðu verið í framhaldi af umræðum á síðasta fundi. Drögin samþykkt sem tillaga félagsmálanefndar að reglum um leigurétt og úthlutun félagslegra leiguíbúða hjá Borgarbyggð.
 
3. Erindi skjólstæðings vegna reglna um fjárhagsaðstoð.
Björg Gunnarsdóttir fór af fundi.
Í þeirri leið sem Borgarbyggð hefur valið í reglum um fjárhagsaðstoð er jafnræði lagt til grundvallar óháð hjúskaparstöðu. Fjöldi einstaklinga í fjölskyldu er lagður til grundvallar við mat á fjárþörf, en ekki samsetning hennar.
 
4. Beiðni frá byggðaráði um umsögn vegna hagsmunaráðs eldri borgara, þ.e. hvernig rétt sé að það verði skipað, verkefni þess og hvernig starfseminni skuli háttað.
Samþykkt framlögð drög að erindisbréfi með áorðnum breytingum.
 
5. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Sjá trúnaðarbók. Samþykkt að hluta.
 
6. Umsókn um undanþágu vegna búsetuskilyrða vegna sérstakra húsaleigubóta.
Samþykkt til 4urra mánaða.
 
7. Ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra. Umræður um rekstrarfyrirkomulag og umfang.
Nefndin leggur til að stefnt sé að akstursþjónustu fyrir aldraða sem þess þurfa, en leggur til að leitað verði leiða til að koma þjónustunni fyrir innan annarrar þjónustu í hagræðingarskyni.
 
8. Gerð grein fyrir niðurstöðu könnunar á hvort leigjendur félagslegs húsnæðis í fyrrum Borgarfjarðarsveit uppfylli skilyrði um leigu félagslegs húsnæðis.
Félagsmálastjóra falið að leita eftir afstöðu byggðaráðs til mögulegra aðgerða.
 
9. Önnur mál.
1. Félagsmálastjóra falið að kanna hvaða áhrif breytingar á reglum um endurgreiðslu heimilishjálpar hafa á fjölda þeirra sem endurgreiða.
 
2.Staðardagskrá 21. Ákveðið að fara yfir staðardagskrá bæði gömlu Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar.
 
 
Fundi slitið kl. 19.00.