Fara í efni

Félagsmálanefnd

12. fundur 06. júní 2007 kl. 19:58 - 19:58 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 12 Dags : 06.06.2007
12. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 6. júní 2007, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir, Svava Kristjánsdóttir (fyrir Jónínu Heiðarsdóttur), Ingibjörg Daníelsdóttir og Haukur Júlíusson.
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
 
1. Jafnréttisáætlun,- farið yfir umsagnir.
Félagsmálastjóra falið að ítreka beiðni um umsögn frá þeim nefndum sem ekki hafa svarað nú þegar.
 
2. Fyrsta umræða um starfsáætlun fyrir 2008.
Rædd nýmæli og áherslur næsta árs.
Nefndin vonast eftir að geta nýtt niðurstöður væntanlegrar íbúakönnunar á þjónustu sveitarfélagsins við val á áhersluþáttum í starfsáætlun.
Nefndin telur að miðað við aukið starf og stækkað sveitarfélag sé þörf á viðbótarstarfsmanni í félagsþjónustu.
 
3. Farið yfir breytingar á greiðsluþátttöku notenda heimaþjónustu.
4. Farið yfir verkefni félagsmálanefndar í Staðardagskrá 21.
 
5. Umsókn um leyfi til dagvistunar á einkaheimili.
Jóhanna Sigurðardóttir, kt. 010662-5599, Þórunnargötu 6, sækir um leyfi til gæslu 5 barna. Samþykkt. Leyfið er til þriggja ára.
 
6. Umsókn um fjölskylduráðgjöf.
Sjá trúnaðarbók.
 
7. Umsókn um stuðning á heimili og ferðaþjónustu
Sjá trúnaðarbók.
 
8. Umsókn um liðveislu / stuðningsaðila.
Sjá trúnaðarbók.
 
9. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Sjá trúnaðarbók.
 
10. Umsókn um ferðaþjónustu
Sjá trúnaðarbók.
 
11. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 
Fundi slitið kl. 18:35